Fótbolti

Dundee United síðast til að leggja Barca tvisvar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lið Dundee sem tókst hið ótrúlega á Nou Camp árið 1987.
Lið Dundee sem tókst hið ótrúlega á Nou Camp árið 1987. Nordicphotos/Getty
26 ár eru síðan Barcelona tapaði bæði heima- og útileik sínum í útsláttarkeppni í Evrópukeppni í knattspyrnu. Andstæðingurinn var úr ólíklegustu átt, Skotlandi.

Barcelona mætti Dundee United í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða, forvera Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Dundee United vann afar óvæntan 1-0 sigur í fyrri leiknum á Tannadice og átti erfitt verkefni fyrir höndum í Barcelona.

Terry Venables var þá þjálfari Barcelona og meðal leikmanna liðsins var Englendingurinn Gary Lineker sem tæpu ári fyrr varð markahæsti leikmaðurinn á HM í Mexíkó með sex mörk.

Ramon Maria Calderé kom Barcelona í 1-0 í fyrri hálfleik og jafnaði þar með metin í einvíginu. Skallamörk frá John Clark og Iain Ferguson tryggðu Dundee United ótrúlegan sigur. Ekkert lið hafði leikið afrek Dundee United eftir í 26 ár fyrr en Bayern gerði það í kvöld.

Dundee United fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði gegn IFK Gautaborg.

Þremur árum síðar mættu FH-ingar Dundee United í fyrstu Evrópuleikjum sínum. Dundee vann 3-1 sigur í fyrri leiknum í Kaplakrika en FH vann 2-0 sigur í síðari leiknum í Skotlandi. Barcelona-banarnir skriðu því áfram gegn FH með útivallarmörkum sínum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×