Fótbolti

Robben þakkar liðsheildinni árangurinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Robben og Lahm fagna sæti í úrslitum.
Robben og Lahm fagna sæti í úrslitum. Nordicphotos/AFP
Hollendingurinn Arjen Robben kom Bayern München á bragðið með glæsimarki á Nývangi í Barcelona í kvöld.

„Frammistaða okkar var stórkostleg og í raun söguleg. Að spila svona, gegn liði sem hefur drottnað yfir Evrópu undanfarin fimm ár og með sín gæði, er yndislegt," sagði Hollendingurinn.

Robben hefur verið þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir á knattspyrnuvellinum enda sjaldséð sjón að hann gefi boltann. Hann lagði þó áherslu á mikilvægi liðsheildarinnar í kvöld.

„Það sem skiptir mestu máli er að við spilum saman sem lið hvort sem um varnar- eða sóknarleik er að ræða. Við erum mjög skipulagðir, klárum okkar hlutverk og framherjarnir vinna líka vel tilbaka. Ef þú ætlar að ná svona árangri og vinna verðlaun á stóra sviðinu þarftu að verjast sem lið."


Tengdar fréttir

Sötrum öl í kvöld

Philipp Lahm, fyrirliði Bæjara, var að vonum himinlifandi með stórsigur Bayern München á Barcelona á Nývangi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×