Þetta gerðist í 1. umferð Pepsi-deildar karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2013 08:21 Mynd/Stefán Brynjar Björn Gunnarsson meiddist, Finnur sá rautt, Valgeir veifaði gulu spjöldunum og David James hélt hreinu. Það var um nóg að vera í 1. umferð Pepsi-deildar karla.Meiðsli Brynjar Björn Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með KR í 16 ár. Hann kom KR á bragðið gegn Stjörnumönnum en þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla aftan í læri.Rauða spjaldið Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson stóð undir nafni þegar hann vísaði Finni Ólafssyni af velli í viðureign Fylkis og Vals í Árbænum. Brottvísunin breytti gangi mála í leiknum og Valsmenn nýttu sér liðsmuninn. Enginn vafi lék á refsingu Finns sem varði með hendi á marklínu. Miðjumaðurinn verður því í banni gegn Fram á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið.Mynd/DaníelSpjaldagleði í Kópavogi Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson þurfti átta sinnum að taka upp skrifblokkina og pennann í viðureign Breiðabliks og Þórs til að spjald menn. Átta fóru í bókina en spjöldin dreifðust jafnt á liðin tvö.Mark umferðarinnar Haukur Páll Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna á Árbæjarvelli. Segja má að markið hafi verið úr smiðju Paul Scholes en miðjumaðurinn smellhitti boltann fyrir utan teig. Boltinn söng neðst í markhorninu og sætur sigur Valsmanna staðreynd fyrir vikið.Jóhann Birnir á ferðinni.Mynd/Guðmundur Bjarki HalldórssonUmmæli Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur var svekktur með tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum FH í Krikanum. Kantmaðurinn sagði í viðtali að leik loknum að líklega væri búið að spá Keflavík falli níu af síðustu tíu tímabilum hans í Bítlabænum. „Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt," sagði Jóhann Birnir við Fótbolti.net.Frumsýning helgarinnar Víkingur í Ólafsvík bauð til frumsýningarveislu en gleðin endaði ekki á besta hátt enda keyrðu Framarar til Reykjavíkur með stigin þrjú í skottinu. David James stóð hins vegar fyrir sínu í fyrsta leiknum með ÍBV og var eini markvörðurinn í umferðinni sem hélt marki sínu hreinu.Halldór Orri á KR-vellinum í gær.Mynd/StefánHeppni umferðarinnar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, var stálheppinn að fjúka ekki af velli í fyrri hálfleik gegn KR. Fyrst átti hann ljóta tæklingu sem fékk réttilega gult spjald og skömmu síðar handlék hann knöttinn viljandi á miðjum vellinum. Magnús Þórisson, dómari leiksins, gaf Halldóri einn séns í viðbót og getur Stjörnumaðurinn verið sáttur með gjöfina.Vafamál umferðarinnar Brynjar Björn Gunnarsson kom KR-ingum á bragðið á Stjörnuvelli í gær. Engin leið var að sjá hvort boltinn hefði farið inn fyrir marklínu KR-inga. Aðstoðardómarinn hafði þó best sjónarhorn allra og taldi boltann inni.Besta mæting 2614 áhorfendur mættu á stórleikinn í Vesturbænum í gærkvöldi. Fæstir mættu í frumsýningarveisluna í Ólafsvík þar sem 705 sáu leik Víkinga og Framara.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. 6. maí 2013 10:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson meiddist, Finnur sá rautt, Valgeir veifaði gulu spjöldunum og David James hélt hreinu. Það var um nóg að vera í 1. umferð Pepsi-deildar karla.Meiðsli Brynjar Björn Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með KR í 16 ár. Hann kom KR á bragðið gegn Stjörnumönnum en þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla aftan í læri.Rauða spjaldið Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson stóð undir nafni þegar hann vísaði Finni Ólafssyni af velli í viðureign Fylkis og Vals í Árbænum. Brottvísunin breytti gangi mála í leiknum og Valsmenn nýttu sér liðsmuninn. Enginn vafi lék á refsingu Finns sem varði með hendi á marklínu. Miðjumaðurinn verður því í banni gegn Fram á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið.Mynd/DaníelSpjaldagleði í Kópavogi Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson þurfti átta sinnum að taka upp skrifblokkina og pennann í viðureign Breiðabliks og Þórs til að spjald menn. Átta fóru í bókina en spjöldin dreifðust jafnt á liðin tvö.Mark umferðarinnar Haukur Páll Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna á Árbæjarvelli. Segja má að markið hafi verið úr smiðju Paul Scholes en miðjumaðurinn smellhitti boltann fyrir utan teig. Boltinn söng neðst í markhorninu og sætur sigur Valsmanna staðreynd fyrir vikið.Jóhann Birnir á ferðinni.Mynd/Guðmundur Bjarki HalldórssonUmmæli Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur var svekktur með tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum FH í Krikanum. Kantmaðurinn sagði í viðtali að leik loknum að líklega væri búið að spá Keflavík falli níu af síðustu tíu tímabilum hans í Bítlabænum. „Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt," sagði Jóhann Birnir við Fótbolti.net.Frumsýning helgarinnar Víkingur í Ólafsvík bauð til frumsýningarveislu en gleðin endaði ekki á besta hátt enda keyrðu Framarar til Reykjavíkur með stigin þrjú í skottinu. David James stóð hins vegar fyrir sínu í fyrsta leiknum með ÍBV og var eini markvörðurinn í umferðinni sem hélt marki sínu hreinu.Halldór Orri á KR-vellinum í gær.Mynd/StefánHeppni umferðarinnar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, var stálheppinn að fjúka ekki af velli í fyrri hálfleik gegn KR. Fyrst átti hann ljóta tæklingu sem fékk réttilega gult spjald og skömmu síðar handlék hann knöttinn viljandi á miðjum vellinum. Magnús Þórisson, dómari leiksins, gaf Halldóri einn séns í viðbót og getur Stjörnumaðurinn verið sáttur með gjöfina.Vafamál umferðarinnar Brynjar Björn Gunnarsson kom KR-ingum á bragðið á Stjörnuvelli í gær. Engin leið var að sjá hvort boltinn hefði farið inn fyrir marklínu KR-inga. Aðstoðardómarinn hafði þó best sjónarhorn allra og taldi boltann inni.Besta mæting 2614 áhorfendur mættu á stórleikinn í Vesturbænum í gærkvöldi. Fæstir mættu í frumsýningarveisluna í Ólafsvík þar sem 705 sáu leik Víkinga og Framara.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. 6. maí 2013 10:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. 6. maí 2013 10:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23