Erlent

Allt bendir til þess að bræðurnir hafi verið einir að verki

Jón Hákon Halldórsson er skrifar
Yngri bróðirinn fannst í bæ í Watertown, úthverfi Boston.
Yngri bróðirinn fannst í bæ í Watertown, úthverfi Boston. Mynd/ AFP.
Á þessari stundu bendir allt til þess að Dzhokar Tsarnaev og Tamerlan Tsarnaev, bræðurnir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á sprengingunni í Boston maraþoninu á mánudag hafi verið einir að verki. Þetta segir Edward Deveau, lögreglustjóri hjá lögreglunni í Boston, í samtali við CNN fréttastöðina.

Bræðurnir eru báðir frá Tjetjeníu. Sá eldri, 26 ára gamall, var skotinn til bana í fyrrinótt. Sá yngri, 19 ára, var handtekinn í nótt eftir að lögreglumenn sátu um hann þar sem hann var í bakgarði húss í Watertown, úthverfi Boston. Hann var særður og var fluttur á spítala strax og hann náðist. Hann mun vera þungt haldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×