Erlent

Komu í veg fyrir hryðjuverk í Kanada

Kanadíska lögreglan tilkynnti í dag að tveir menn hefðu verið handteknir í dag, áður en þeim tókst að fremja hryðjuverk nærri Toronto.

Mennirnir, sem eru ekki kanadískir ríkisborgarar, ætluðu sér að ráðast á farþegalest nærri Toronto en samkvæmt fréttavef BBC beindist hryðjuverkið ekki að sérstakri lest, heldur ákveðnu spori. Þannig ætluðu þeir að sprengja lest af spori sínu með það í huga að valda sem mestum skaða. Ekki eru talin tengsl á milli þessara áætlana og hryðjuverksins í Boston í síðustu viku.  

Fram kom á blaðamannafundi með kanadískum lögregluyfirvöldum í dag að hryðjuverkin hefðu verið fjármögnuð af al-Qaeda sellu sem er staðsett í Íran en ekkert benti til þess að stjórnvöld þar í landi kæmu nálægt hryðjuverkamönnunum. Mennirnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldrinum, verða leiddir fyrir dómara á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×