Velferð barna einna mest á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2013 09:16 Börn að lesa. Mynd/ Getty. Óvíða mælist velferð barna meiri en hér á landi. Samkvæmt alþjóðlegri skýrslu UNICEF sem kemur út í dag er Ísland í þriðja sæti hvað velferð barna varðar, á eftir Hollandi og Noregi. Skýrslan er hluti af Report Card-rannsóknarritröð UNICEF sem mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims. „UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leggur áherslu á að ná til allra barna - hvar sem þau eru. Í tilkynningu frá þeim segir að rannsóknarritröð samtakanna sé viðleitni til að ná til varnarlausustu barnanna í þeim ríkjum sem hafi almennt náð tökum á vandamálunum sem blasa við öðrum börnum heimsins, svo sem ólæsi og barnadauða. Markmiðið er að ná til allra viðkvæmustu hópanna í efnameiri ríkjum og sjá til þess að ekkert barn sé skilið eftir," segir Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri UNICEF á Íslandi. Mælikvarðinn í skýrslunni byggir á fimm sviðum, meðal annars efnislegri velferð barna, menntamálum og heilsufari. Á bak við efnislega velferð er auk annars mæling á hlutfallslegri fátækt barna. Hún mælist 6,5% á Íslandi. Af þeim 29 OECD-ríkjum sem könnuð voru lendir Ísland í 4. sæti. Með mælingu á hlutfallslegri fátækt reynir UNICEF að meta hlutfall þeirra barna sem dregist hafa aftur úr þeirri lífsgæðaþróun sem telst eðlileg í heimalandi þeirra. Hafa verður í huga að til að ná alþjóðlegum samanburði þarf að styðjast við tölur frá 2010. Skýrslan sýnir að börn á Íslandi sem falla undir fátæktarmörk virðast lenda lengra undir mörkunum en gengur og gerist í nágrannaríkjunum, að Danmörku undanskilinni. Að mati UNICEF á Íslandi er þetta nokkuð sem vert er að rannsaka nánar. Unicef segir líka að athygli veki að þegar börnin sjálf eru spurð út í efnislega þætti á heimili sínu lendi börn á Íslandi í fyrsta sæti. Börnin séu meðal annars spurð út í sérherbergi, tölvueign á heimilinu og ferðalög. Samkvæmt skýrslunni líða 98% barna á Íslandi ekki skort á þessum sviðum. Í skýrslunni er einnig að finna mat barna á almennri lífsánægju sinni. Niðurstöður benda til að börn á Íslandi meti lífsánægju sína næstmesta af börnum í öllum 29 ríkjunum sem rannsóknin tekur til. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Óvíða mælist velferð barna meiri en hér á landi. Samkvæmt alþjóðlegri skýrslu UNICEF sem kemur út í dag er Ísland í þriðja sæti hvað velferð barna varðar, á eftir Hollandi og Noregi. Skýrslan er hluti af Report Card-rannsóknarritröð UNICEF sem mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims. „UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leggur áherslu á að ná til allra barna - hvar sem þau eru. Í tilkynningu frá þeim segir að rannsóknarritröð samtakanna sé viðleitni til að ná til varnarlausustu barnanna í þeim ríkjum sem hafi almennt náð tökum á vandamálunum sem blasa við öðrum börnum heimsins, svo sem ólæsi og barnadauða. Markmiðið er að ná til allra viðkvæmustu hópanna í efnameiri ríkjum og sjá til þess að ekkert barn sé skilið eftir," segir Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri UNICEF á Íslandi. Mælikvarðinn í skýrslunni byggir á fimm sviðum, meðal annars efnislegri velferð barna, menntamálum og heilsufari. Á bak við efnislega velferð er auk annars mæling á hlutfallslegri fátækt barna. Hún mælist 6,5% á Íslandi. Af þeim 29 OECD-ríkjum sem könnuð voru lendir Ísland í 4. sæti. Með mælingu á hlutfallslegri fátækt reynir UNICEF að meta hlutfall þeirra barna sem dregist hafa aftur úr þeirri lífsgæðaþróun sem telst eðlileg í heimalandi þeirra. Hafa verður í huga að til að ná alþjóðlegum samanburði þarf að styðjast við tölur frá 2010. Skýrslan sýnir að börn á Íslandi sem falla undir fátæktarmörk virðast lenda lengra undir mörkunum en gengur og gerist í nágrannaríkjunum, að Danmörku undanskilinni. Að mati UNICEF á Íslandi er þetta nokkuð sem vert er að rannsaka nánar. Unicef segir líka að athygli veki að þegar börnin sjálf eru spurð út í efnislega þætti á heimili sínu lendi börn á Íslandi í fyrsta sæti. Börnin séu meðal annars spurð út í sérherbergi, tölvueign á heimilinu og ferðalög. Samkvæmt skýrslunni líða 98% barna á Íslandi ekki skort á þessum sviðum. Í skýrslunni er einnig að finna mat barna á almennri lífsánægju sinni. Niðurstöður benda til að börn á Íslandi meti lífsánægju sína næstmesta af börnum í öllum 29 ríkjunum sem rannsóknin tekur til.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira