Erlent

Madonna sökuð um lygar og stjörnustæla

Madonna í Malaví.
Madonna í Malaví. MYND/AP
Forseti Malaví sakar nú stórstjörnuna Madonnu um lygar og stjörnustæla. Söngkonan heimsótti landið í síðustu viku.

Forsetinn hélt því fram við fjölmiðla að Madonna hefði krafist sérstakrar meðferðar og jafnframt ýkt framlag sitt til góðgerðarmála í landinu stórlega.

Þá sagði forsetinn að söngkonan hefði lýst því yfir að yfirvöld á Malaví stæðu í þakkarskuld við sig.

Madonna hefur heimsótt Afríkuþjóðina margoft og ættleitt þaðan tvö börn. Talsmaður hennar þvertók fyrir ásakanirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×