Erlent

Amma vann fimm milljarða í happdrætti

Skjáskot af vef ABC
Rúmlega fimmtug amma Kanada fagnaði á dögunum sjö réttum tölum í happdrætti. Hún taldi sig hafa unnið fjörutíu þúsund dollara eða það sem nemur tæpum fimm milljónum íslenskra króna.

Þegar dóttir hennar skoðaði happdrættismiðann kom í ljós að vinningurinn var mun hærri, eða fjörutíu milljónir dollara.

Það samsvarar tæpum fimm milljörðum króna.

Konan, sem á fimm barnabörn, hefur unnið í verksmiðju síðustu ár og var að sögn fjölmiðla vestanhafs í sjöunda himni með vinninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×