Erlent

Íranir smíða tímavél

Fjölmiðlar í Íran greina frá því í dag að þarlendir vísindamenn hafi sigrast á tímanum og þróað tímavél sem horfir átta ár fram í tímann.

Vísindamennirnir eru á vegum írönsku vísindastofnunarinnar. Þeir fullyrða að vélin spái fyrir um framtíðina í prenti eftir að hafa greint erfðamengi notandans.

Þá kemur einnig fram að tímavélin hafi verið í þróun í um áratug. Talsmaður vísindastofnunarinnar staðhæfir að vélin geti einnig spáð fyrir um efnahagslega- og hernaðarlega framtíð Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×