Erlent

Fleiri lönd beita dauðarefsingum

MYND/GETTY
Að minnsta kosti fjögur lönd sem ekki hafa gripið til dauðarefsinga í mörg ár tóku upp á því að nýju á síðasta ári. Þetta eru Indland, Japan, Pakistan og Gambía.

Þetta er á meðal þess kemur fram í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Amnesty yfir beitingu dauðarefsinga á síðasta ári.

Samtökin áætla að dauðarefsingar á síðasta ári hafi verið sex hundruð áttatíu og tvær talsins. Það eru tveimur fleiri en árið tvö þúsund og ellefu. Þá voru rúmlega eitt þúsund og sjö hundruð manns dæmdir til dauða á heimsvísu árið tvö þúsund og tólf.

Hér má sjá lista yfir þau lönd sem notast við dauðarefsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×