Erlent

Alræmdur ræningi og rithöfundur sprengdi sig út úr fangelsi

Redoine Faid að kynna bók sína. Hann er nú á flótta.
Redoine Faid að kynna bók sína. Hann er nú á flótta.
Redoine Faid, alræmdur franskur ræningi, strauk úr fangelsi í Norður-Frakklandi í dag en erlendir fjölmiðlar segja flóttann ótrúlega vel skipulagðan.

Þannig sprengdi Faid upp fimm dyr, tók fangavörð í gíslingu og endaði á því að stinga af á flóttabíl sem samverkamaður hafði lagt næri fangelsinu. Hann skipti síðar um bíl en lögreglan leitar hans enn auk þess sem þeir reyna að átta sig á því hvernig honum tókst að koma sprengiefni inn í fangelsið. Grunur leikur á að eiginkona hans hafi látið hann fá sprengjurnar í gær.

Faid er landsfrægur ræningi í Frakklandi en hann hefur meðal annars skrifað bók um það hvernig hann ólst upp í fátækrahverfum Parísar þar sem hann útskrifaðist að lokum sem atvinnuglæpamaður.

Hann er meðal annars grunaður um að hafa skipulagt rán árið 2010 sem varð til þess að lögreglukona lét lífið. Ræninginn er sagður einstaklega hættulegur að mati franskra yfirvalda sem leita hans nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×