Erlent

Fangar í Guantanamo gerðu uppreisn

Guantanamo.
Guantanamo.
Fangar í fangabúðunum í Guantanamo-flóa gerðu nýlega uppreisn gegn fangavörðum þegar nokkrir fanganna sem eru  í hungurverkfalli voru fluttir úr almennum fangaklefum.

Að sögn talsmanns bandaríska hersins voru fangarnir fluttir eftir að þeir áttu að hafa reynt að hylja eftirlitsmyndavélar og glugga.

Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu Pentagon eru 43 fangar í hungurverkfalli en verjendur fanganna halda því fram að þeir séu langt um fleiri og fordæma að fangarnir hafi verið fluttir úr almennum klefum.

Hátt í 12 fangar eru neyddir til að matast að því er fram kemur á vef BBC. Enginn slasaaðist alvarlega í átökunum milli fanga og fangavarðanna.

Aldrei hafa verið jafn margir í hungurverkfalli í fangabúðunum í Guantanamo-flóa líkt og nú. Hungurverkföll hafa verið algeng mótmælaaðgerð meðal fanga og er yfirstandandi hungurverkfall talið það lengsta sem farið hefur fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×