Enski boltinn

Manchester United minnist þeirra sem létust á Hillsborough

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty

Í dag eru liðin 24 ár síðan að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á áhorfendastæðum Hillsborough-leikvangsins í Sheffield þegar lið þeirra var að spila við Nottingham Forrest í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.



Manchester United minnist fórnarlamba Hillsborough-slysins á heimasíðu sinni í dag þar sem félagið birtir stutt skilboð til nágranna sinna auk táknrænnar myndar þar sem nöfn þeirra 96 sem létust mynda töluna 96.



„Í dag stöndum við hlið okkar frábæru nágranna í Liverpool til að minnast þeirra 96 sem fóru á völlinn til að horfa á liðið sitt spila en snéru aldrei aftur," segir í fréttinni á heimasíðu Manchester United.



Í fréttinni kemur einnig fram að hugur og bænir allra hjá Manchester United séu hjá Liverpool Football Club sem og fjölskyldu og vinum þeirra sem létust.



Hillsborough-slysið varð 15. apríl 1989 og er versta slysið sem hefur orðið á knattspyrnuleikvangi í sögu Bretlands. Í kjölfarið voru félög skylduð til að bjóða aðeins upp á sæti á knattspyrnuleikjum.



Það er hægt að sjá myndina á heimasíðu Manchester United með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×