Erlent

Um 100 manns fluttir á spítala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn að störfum í Boston.
Lögreglumenn að störfum í Boston. Mynd/ Getty.
Um 100 manns hafa verið fluttir á spítala í Boston vegna meiðsla eftir þrjár sprengjur sem hafa sprungið þar í borg í kvöld. Fólkið hlaut margvísleg meiðsl. Að minnsta kosti tveir eru látnir.

Fjölmargir Íslendingar voru í maraþoninu en Stefán Stefánsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við mbl.is að þeir séu allir hópnir.

Fram kemur á fréttavef BBC fréttastöðvarinnar að öryggisráðstafanir fyrir maraþon sem fram fer í Lundúnum um helgina verði endurskoðaðar með tilliti til þessa atviks.

Staðfest hefur verið að um heimagerðar sprengjur hafi verið að ræða og hefur einn verið handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×