Erlent

"Við munum komast að því hverjir gerðu þetta og af hverju“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama hélt ræðu í kvöld.
Barack Obama hélt ræðu í kvöld. Mynd/ Getty.
„Við munum komast að því hverjir gerðu þetta og við munum láta viðkomandi sæta ábyrgð,“ sagði Barack Obama þegar hann ávarpaði þjóð sína í Hvíta húsinu klukkan tíu mínútur yfir tíu í kvöld. Þá tók hann skýrt fram að rannsakað yrði hvers vegna viðkomandi gerðu það sem þeir gerðu.

Að minnsta kosti tvær sprengjur sprungu í Boston í kvöld. Þá sprakk sprengja og eldur kviknaði í bókasafninu í Boston en á þessari stundu er óljóst hvort hún tengist hinum tveimur. „Bandaríkjamenn munu biðja fyrir íbúum Boston í kvöld,“ sagði Obama forseti Bandaríkjanna. Þá vakti athygli að hann notaði ekki orðið hryðjuverk yfir þá atburði sem orðið hafa í kvöld.

Barack Obama hefur verið í stöðugu sambandi við yfirvöld í Boston og Massacusettsríki til að fá fréttir af gangi mála. Þá hefur hann jafnframt verið í sambandi við yfirmenn hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI.

Ræða Obama Bandaríkjaforseta:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×