Oblivion heimsfrumsýnd í kvöld - Tom Cruise á leið til landsins 1. apríl 2013 12:30 „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi," segir Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri Smárabíós. Stórmyndin Oblivion, sem skartar meðal annars Tom Cruise og Morgan Freeman í aðalhlutverki verður heimsfrumsýnd á Íslandi í kvöld, nánar tiltekið í Smárabíói. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt um var myndin tekin upp að stórum hluta hér á landi síðasta sumar. Myndin verður frumsýnd þann 12. apríl næstkomandi en í kvöld fá nokkrir heppnir Íslendingar forskot á sæluna. Tom Cruise er væntanlegur til landsins síðdegis til þess að vera viðstaddur sýninguna í kvöld. Jón Eiríkur segir að með þessu vilji Tom Cruise þakka Íslendingum fyrir þá gestrisni sem honum var sýnd á meðan hann var við tökur á myndinni. „Þetta var eitthvað sem kom upp mjög nýlega og erum við í skýjunum yfir þessu. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur á borð við Tom Cruise þakka fyrir sig á þennan hátt," segir hann. Sýningin í Smárabíó er í samstarfi við Vísi, en um boðssýningu er að ræða. Það þýðir að 100 miðar á myndina eru ókeypis og lesendur Vísis geta tryggt sér miða með því að senda póst á ritstjorn@visir.is. Þeir sem ekki ná í miða hjá Vísi geta freistað þess að fara í Smáralindina eftir klukkan 17 og keypt miða í miðasölunni. Sýningin í kvöld hefst klukkan 20 og verður nánar fjallað um hana á Vísi í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt við Tom Cruise. Oblivion er ein stærsta mynd þessa árs og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í þessum vísindaskáldskap, þar sem Ísland er í hlutverki Norður-Ameríku eftir að heimsstyrjöld hefur grandað allri siðmenningu.Sjá má stiklu úr myndinni hér að ofan.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira