Erlent

Hann á afmæli í dag

Marty Cooper og síminn góði.
Marty Cooper og síminn góði.
„Joel, þetta er Marty. Ég er að hringja í þig úr farsíma, alvöru síma sem hægt er að ganga með." Svona hljóðaði fyrsta símtalið fyrir fjörutíu árum.

Það var Marty Coop, verkfræðingur hjá Motorola, sem hringdi fyrstur manna úr farsíma þann 3. apríl árið 1973. Á hinum enda „línunnar" var Joel Engel, yfirmaður rannsóknarsviðs hjá Bell Labs, erkifjenda Motorola.

Síminn var Motorola DynaTAC 8000x og vó hann 1,1 kíló. Um það bil tíu sinnum meira en léttir farsímar samtímans sem eru margir hverjir í kringum 100 grömm.

Motorola hafði lengi framleitt bílasíma sem voru stórir og þungir auk þess sem þeir þurftu of mikið afl til þess að þeir gætu gengið án aðstoðar ökutækisins. Það breyttist fyrir fjörutíu árum sléttum.

Motorola DynaTAC 8000x



Fleiri fréttir

Sjá meira


×