Erlent

620 milljónir fyrir Kony

Yfirvöld í Bandaríkjunum gáfu það út í gær að þau myndu greiða þeim sem gæfi upplýsingar um það hvar stríðsglæpamaðurinn Joseph Kony héldi sig, fimm milljónir dollara - um 620 milljónir króna.

Kony er eftirlýstur af Alþjóðastríðsglæpadómstólnum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Talið er að hann hafi rænt þúsundum barna.

Drengina hafi hann þvingað til að gerast hermenn en stúlkurnar hafi verið gerðar af kynlífsþrælum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×