Erlent

Tíu börn fórust í árás Nató

Tólf almennir borgarar, þar af tíu börn, létust í loftárás Nato í austurhluta Afganistan í nótt. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Þar segir einnig að sjö konur liggi þungt haldnar á sjúkrahúsi. Haft er eftir vitnum að fólkið hafi verið á heimilum sínum í borginni Kunar þegar árásin var gerð.

Nató hefur staðfest að árásin hafi verið gerð á þessu svæði, en neitar að almennir borgarar hafi farist. BBC segir samt sem áður hafa myndir undir höndum af fólki að bera út látin börn.

Yfirvöld í borginni segja að árásin hafi verið gerð til að fella háttsetta talíbana.

Frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×