Erlent

WikiLeaks ætlar að birta ný leyniskjöl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Julian Assange er í stofufangelsi í sendiráði Ekvadór í London.
Julian Assange er í stofufangelsi í sendiráði Ekvadór í London. Mynd/ AFP.
Uppljóstrunarsamtökin WikiLeaks ætlar í dag að opinbera meira en 1,7 milljónir skjala úr utanríkisþjónustu- og leyniþjónustu Bandaríkjanna. Julian Assange, leiðtogi samtakanna. Skjölin eru frá áttunda áratug síðustu aldar og verða skjölin sett á vefsíðu WikiLeaks. Skjölin eru dagsett frá 1973 til 1975 og þar á meðal eru skjöl sem Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði undir höndum. Assange situr nú í stofufangelsi í sendiráði Ekvadórs í Lundúnum.

Skjölin munu meðal annars varpa ljósi á samskipti bandarískra stjórnvalda við suður-ameríska einræðisherra, sem áttu í samskiptum við Franko á Spáni og stjórnvöld í Grikklandi á nýlendutímanum. Í skjölunum kemur einnig fram að stjórnvöld hefðu átt að afhjúpa leynd af skjölunum 25 árum eftir að þau urðu til en stjórnvöld reyni stanslaust að viðhalda leyndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×