Erlent

Mannskæður skjálfti reið yfir suðvesturhluta Írans

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kjarnorkuverið í Bushehr.
Kjarnorkuverið í Bushehr. Mynd/Getty
Meira en þrjátíu eru látnir og um 850 eru slasaðir eftir snarpan jarðskjálfta sem reið yfir suðvesturhluta Írans um hádegisbilið í dag.

Björgunarmenn eru að störfum víðsvegar á svæðinu, en hús skemmdust í um fimmtíu þorpum og þar af eru tvö talin algjörlega í rúst.

Upptök skjálftans, sem mældist 6.3 á Richter, voru um níutíu kílómetrum suður af eina kjarnorkuveri landsins, en það er staðsett í borginni Busher. Þrátt fyrir mikla eyðileggingu í borginni er verið óskemmt og starfsemi þess haldið gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×