Erlent

Fullkomin óvissa á Kýpur, neyðarfundur boðaður í dag

Fullkomin óvissa ríkir í málefnum Kýpur eftir að þing eyjarinnar felldi í gærkvöldi samkomulag um neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Forseti landsins hefur boðað leiðtoga þingflokkanna til neyðarfundar í dag.

Samkomulagið var fellt án mótatkvæða, 36 þingmenn sögðu nei en 19 sátu hjá. Wolfgang Schauble fjármálaráðherra Þýskalands hefur varað Kýpurstjórn við afleiðingum þessa og segir að hugsanlega muni bankar á eyjunni ekki geta opnað að nýju.

Hinsvegar segir evrópski seðlabankinn að hann muni styðja við bakið á bankakerfi Kýpur meðan að annarra lausna er leitað á fjárhagsvanda þeirra.

Samningaviðræður eru þegar hafnar um aðra útfærslu á neyðarláninu til Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×