Erlent

Sæfíll veldur usla í umferðinni

Sæfíll skreið á land í brasilísku borginni Balneario Camboriu á laugardag og stefndi rakleitt í átt að fjölförnustu umferðargötu borgarinnar, Avenida Atlântica.

Lítilsháttar truflun varð á umferð, en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var dýrið, sem áætlað er að hafi verið um þriggja metra langt og hálft tonn að þyngd, fljótt að læra umferðarreglur mannfólksins.

Lögregla og slökkvilið sprautuðu vatni reglulega yfir sæfílinn, þar til hann stakk sér til sunds á ný, um einni og hálfri klukkustund síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×