Erlent

Þú verður að sjá þennan dreng syngja

Þessi drengur hefur vakið mikla athygli í Bretlandi eftir að myndband af honum syngja óperu á götum Rotherham fór á Youtube fyrr í mánuðinum.

Hann heitir Maxwell Thorpe og hefur komið áhorfendum síðunnar í opna skjöldu með hæfileikum sínum. Fjölmargir hafa lofað frammistöðu hans á samskiptamiðlum, á borð við Twitter og Facebook.

Í viðtali við Chesterfield Post segist hann aldrei hafa lært söng og syngi því honum finnist það „einfaldlega gaman."

Horfa má á þessa frábæru frammistöðu hans hér að ofan og umfjöllun götublaðsins Metro hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×