Erlent

Evrópuþingið hafnar klámbanni

Mynd/Getty
Evrópuþingið hafnaði í dag allsherjar klámbanni sem náð hefði yfir allar tegundir kláms, bæði á netinu og annars staðar, og gilt hefði í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Var bannið upphaflega hluti af reglugerð sem þingið samþykkti sem sporna á við staðalímyndum kynjanna, en klámhlutanum var hafnað.

Mun reynast afar erfitt að koma klámbanni í gegn í framtíðinni, nú þegar þingið hefur hafnað banninu sem hluta af annarri reglugerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×