Erlent

Íbúar Nýja Sjálands glíma við verstu þurrka í 30 ár

Íbúar í norðurhluta Nýja Sjálands glíma við verstu þurrka sem skollið hafa á landinu undanfarin 30 ár.

Vegna þurrkanna eru aðeins eftir 18 daga birgðir af fersku vatni í vatnsbólum höfuðborgarinnar Wellington.

Þurrkarnir hafa komið verst við kaunin á bændum og reiknað er með að tjón þeirra muni leiða til þess að hagvöxtur landsins minnki um 1% í ár. Bændurnir telja að tap þeirra vegna þurrkanna nemi um einum milljarðu nýsjálenskra dollara eða um 103 milljörðum króna.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að jákvæðu fréttirnar séu að spáð sé rigningu á þessum slóðum um helgina, þeirri fyrstu í tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×