Erlent

Klámnotkun breskra grunnskólabarna raunverulegt vandamál

Aðgengi breskra grunnskólanemanda að klámi á netinu er farið að hafa alvarleg áhrif á hegðun þeirra og hugmyndir um sambönd samkvæmt fréttaskýringu breska dagblaðsins Daily Telegraph. Þar kemur fram að kennarar telji vandamálið orðið svo alvarlegt að þeir vilja sérstaka stefnumörkun í skólakerfinu til þess að takast á við vandamálið.

Meðal birtingarmynda þessa vandamáls eru skilaboð sem ungar stúlkur senda á félaga sína. Skilaboðin eru kölluð á ensku „sexting" (sem er afbökun á orðinu texting) en þannig er þrýst á grunnskólastúlkur að senda myndir af sér fáklæddum til samnemanda í gegnum farsíma.

Líffræðikennarinn Helen Porter segir í greininni að kynferðisleg hegðun grunnskólanema í skólanum sé að verða viðurkenndari en áður, því börn sjái mun meira klám á netinu en nokkurntímann áður.

„Ég hef heyrt um þrettán ára stúlku sem lét mynda sig stunda kynlif," segir hún og bætir við að helmingur grunnskólanemanda í Bretlandi hafi átt kynlífsreynslu í gegnum vefmyndavél á netinu.

Að auki hafa yfir þrjú þúsund nemendur, á árunum 2010 til 2011, verið vísað úr skóla fyrir óviðeigandi kynferðislega hegðun. Plymouth háskólinn hefur einnig greint frá því að 80 prósent ungmenna skoði klámefni á netinu reglulega. Börn er að meðaltali ellefu til tólf ára gömul þegar þau byrja að skoða klám. Þá er frekar regla en undantekning að unglingar á aldrinum 13-14 ára sendi kynferðislegar myndir af sér sjálfum til samnemanda.

Samtökin Kiscape hafa lagt til, líkt og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, að klám á netinu verið bannað eða takmarkað. Talsmaður samtakanna, Peter Bradley, segir að ungmenni hafi aðgengi að hörðu klámi allan sólarhringinn; og þau eru að horfa á það.

Greinina má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×