Erlent

Fugladrit fannst á hinu heimsþekkta málverki Ópinu

Þegar verið var að hreinsa upprunalegu útgáfuna af hinu heimsþekkta málverki Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch í síðustu viku kom í ljós að lítill hvítur blettur á því er fugladrit.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu Verdens Gang segir að þetta hafi ekki komið listfræðingum í opna skjöldu því vitað var að Munch leyfði verkum sínum ætíð að veðrast utandyra í nokkra daga eftir að hann lauk þeim. Því hafa leifar af fugladriti fundist á fleiri verkum hans.

Nú er deilt um hvort fugladritið sé hluti af verkinu eða hvort eigi að fjarlægja það.

Ópið er til í fjórum útgáfum og seldist ein þeirra á uppboði fyrir 13 milljarða króna í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.