Erlent

Hollande orðinn óvinsælli en Marine Le Pen

Vinsældir Francois Hollande Frakklandsforseta hafa aldrei mælst minni meðal Frakka. Í nýrri könnun eru aðeins 31% Frakka ánægðir með störf hans og þar með nýtur hann minni vinsælda en hægröfgamaðurinn Marine Le Pen.

Þegar Hollande tók við embætti Frakklandsforseta í fyrravor sýndu skoðanakannanir að tæplega 60% Frakka voru ánægðir með hann sem forseta. Síðan þá hafa þessar vinsældir stöðugt farið minnkandi á sama tíma og atvinnuleysi hefur stöðugt farið vaxandi.

Eitt helsta kosningaloforð Hollande var að draga úr atvinnuleysinu sem mælist tæp 11% þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×