Erlent

Myndir þú hjálpa vini þínum? Ný auglýsing slær í gegn

Þær eru mismunandi auglýsingaherferðirnar sem fyrirtæki ráðast í og hefur ný herferð danska bjórframleiðandans Carlsberg vakið mikla athygli á netinu síðustu daga.

Auglýsingin er í raun falin myndavél þar sem nokkrir einstaklingar eru látnir hringja í vin sinn um miðja nótt. Þeir segja vini sínum frá því að þeir séu peningavandræðum vegna pókerleiks og verði að hjálpa sér og koma með 300 evrur, um 50 þúsund krónur.

Útkoman er vægast sagt skemmtileg og hefur hrekkurinn slegið í gegn. Yfir 1,6 milljón manna hefur horft á hana á tæplega viku.

Sjá má auglýsinguna hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×