Skiptar skoðanir á Óskarskynni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. febrúar 2013 14:59 Frá vinstri: Hildur Lilliendahl, Seth MacFarlane og Þórhallur Þórhallsson. Samsett mynd. Afhending Óskarsverðlaunanna fór fram í nótt og skiptar skoðanir eru á frammistöðu Seth MacFarlane, aðalkynni kvöldsins. MacFarlane, sem þekktastur er fyrir sjónvarpsþætti sína Family Guy, þótti af mörgum ganga ítrekað yfir strikið, og sérstaklega hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ganga of langt í gríni beindu að minnihlutahópum. Einn af þeim gagnrýnendum er bloggarinn og femínistinn Hildur Lilliendahl, en hún segist hafa gefist upp á útsendingunni. "Ég held að það vanti fyrst og fremst svolítið mikið upp á að Seth sé meðvitaður um eigin forréttindi," segir Hildur, en hún gafst á endanum upp á útsendingunni. "Hann er hvítur, myndarlegur, ríkur strákur sem hefur heiminn í höndum sér. Mín upplifun er sú að hann sé að níðast á minnihlutahópum í krafti þeirra forréttinda. Hann er samt í hinu stóra samhengi ofboðslega mörgum stigum ofar en allt þetta fólk sem hann er að gera lítið úr. Grín sem að valdastéttir beita niður fyrir sig verður mjög auðveldlega ákaflega andstyggilegt." Hildur gefur lítið fyrir málflutning þeirra sem telja MacFarlane komast upp með allt vegna þess að hann geri grín að öllum. "Þeir sem beita slíkum rökum væru þá frekar að nota fjölbreytnina í gríninu sem einhvers konar afsökun fyrir því að gera lítið úr minnimáttar. Gera lítið úr hópum sem hafa búið við kerfisbundna kúgun. Það er ekkert þannig að hann eigi að fá að komast upp með að gera lítið úr konun, átröskunum, heimilisofbeldi og öðrum kynþáttum bara út af því að hann er svo rosalega prógressívur og fyndinn og gerir grín að öllum."Kliður í salnum Opnunaratriði kynnisins hefur verið gagnrýnt af mörgum á meðan aðrir voru himinlifandi. Kliður myndaðist í sal Dolby-leikhússins, þar sem afhendingin fór fram, þegar MacFarlane sagði brandara um heimilisofbeldi á hendur söngkonunni Rihönnu. Þá var söngatriði kynnisins ýmist hafið upp til skýjanna eða jarðað af netverjum, en þar söng hann um vel valdar leikkonur úti í sal sem sýnt hafa ber brjóst sín í kvikmyndum. Bandaríski stjörnubloggarinn Perez Hilton er einn af þeim sem gagnrýndu MacFarlane, en hann sagði meðal annars á Twitter að "versti Family Guy-þátturinn væri betri en þetta", og um opnunaratriðið sagði Hilton: "Ég mun aldrei fá þessar sautján mínútur aftur."Freyr Gígja Gunnarsson (t.v.) og stjörnubloggarinn Perez Hilton.Samsett mynd."Hæfilega fyrir neðan beltisstað" Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson fylgdist með verðlaununum og fannst MacFarlane takast nokkuð vel til. "Mér fannst hann bara mjög góður og ekkert fara yfir strikið þannig séð. Maður bjóst auðvitað við því frá þessum manni, en hann var eiginlega stilltari en ég bjóst við," segir Þórhallur, sem tísti nokkuð reglulega um viðburðinn í gærkvöldi. "Ég hef mjög gaman af húmor sem fer aðeins yfir strikið." Fréttamaðurinn Freyr Gígja Gunnarsson kynnti útsendingu Sjónvarpsins frá verðlaununum og tekur í sama streng og Þórhallur. "Mér fannst hann nokkuð góður. Opnunaratriðið fannst mér flott og vel útfært hjá honum og mér fannst grínið vera svona hæfilega fyrir neðan beltisstað, eins og það á að vera." Að mati Freys, sem segir kynna undanfarinna ára hafa verið einkar bragðdaufa, fór MacFarlane ekki alvarlega yfir strikið. "Ætli ríkir leikarar í Hollywood eigi það ekki bara skilið einu sinni á ári að fá það svolítið óþvegið?"Hér má sjá myndband af opnunaratriði Seth MacFarlane Tengdar fréttir Sagði Óskarinn vera algera hörmung Skemmtiatriðin á Óskarsverðlaunaafhendingunni í gær vöktu mikla athygli. Í einu þeirra birtist William Shatner, í hlutverki James T. Kirk, þar sem hann segir við Seth MacFarlane aðalkynni hátíðarinnar að Óskarsverðlaunin séu alger hörmung. 25. febrúar 2013 14:34 Óskarsverðlaunin rúlla af stað Á miðnætti hófst útsending frá Dolby-leikhúsinu í Los Angeles, þar sem Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram klukkan 01:30. En fjörið er byrjað á rauða dreglinum. 25. febrúar 2013 00:03 Á hækjum á rauða dreglinum Það vakti mikla athygli þegar Twilight- leikkonan Kristen Stewart mætti á rauða dregilinn fyrir Óskarsverðlaunin í gærkvöldi á hækjum. 25. febrúar 2013 11:30 Daniel Day-Lewis hlaut söguleg Óskarsverðlaun Daniel Day-Lewis skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik karlmanns í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Lincoln Bandaríkjaforseta í samnefndri mynd. 25. febrúar 2013 06:32 Kjólarnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Hér eru þær dömur sem þóttu skara fram úr í klæðaburði á Óskarnum 2013. 25. febrúar 2013 09:30 Óskarsverðlaunin á fimm mínútum Eins og fram hefur komið vann kvikmyndin Argo Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins 2012, en Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram í kvöld. Daniel Day-Lewis var valinn besti aðalleikari fyrir hlutverk sitt í Lincoln og Jennifer Lawrence var valin besta aðalleikona fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Dagskráin var löng og ítarleg en í meðfylgjandi myndskeiði er stiklað á stóru á tæplega fimm mínútum. 25. febrúar 2013 11:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Afhending Óskarsverðlaunanna fór fram í nótt og skiptar skoðanir eru á frammistöðu Seth MacFarlane, aðalkynni kvöldsins. MacFarlane, sem þekktastur er fyrir sjónvarpsþætti sína Family Guy, þótti af mörgum ganga ítrekað yfir strikið, og sérstaklega hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ganga of langt í gríni beindu að minnihlutahópum. Einn af þeim gagnrýnendum er bloggarinn og femínistinn Hildur Lilliendahl, en hún segist hafa gefist upp á útsendingunni. "Ég held að það vanti fyrst og fremst svolítið mikið upp á að Seth sé meðvitaður um eigin forréttindi," segir Hildur, en hún gafst á endanum upp á útsendingunni. "Hann er hvítur, myndarlegur, ríkur strákur sem hefur heiminn í höndum sér. Mín upplifun er sú að hann sé að níðast á minnihlutahópum í krafti þeirra forréttinda. Hann er samt í hinu stóra samhengi ofboðslega mörgum stigum ofar en allt þetta fólk sem hann er að gera lítið úr. Grín sem að valdastéttir beita niður fyrir sig verður mjög auðveldlega ákaflega andstyggilegt." Hildur gefur lítið fyrir málflutning þeirra sem telja MacFarlane komast upp með allt vegna þess að hann geri grín að öllum. "Þeir sem beita slíkum rökum væru þá frekar að nota fjölbreytnina í gríninu sem einhvers konar afsökun fyrir því að gera lítið úr minnimáttar. Gera lítið úr hópum sem hafa búið við kerfisbundna kúgun. Það er ekkert þannig að hann eigi að fá að komast upp með að gera lítið úr konun, átröskunum, heimilisofbeldi og öðrum kynþáttum bara út af því að hann er svo rosalega prógressívur og fyndinn og gerir grín að öllum."Kliður í salnum Opnunaratriði kynnisins hefur verið gagnrýnt af mörgum á meðan aðrir voru himinlifandi. Kliður myndaðist í sal Dolby-leikhússins, þar sem afhendingin fór fram, þegar MacFarlane sagði brandara um heimilisofbeldi á hendur söngkonunni Rihönnu. Þá var söngatriði kynnisins ýmist hafið upp til skýjanna eða jarðað af netverjum, en þar söng hann um vel valdar leikkonur úti í sal sem sýnt hafa ber brjóst sín í kvikmyndum. Bandaríski stjörnubloggarinn Perez Hilton er einn af þeim sem gagnrýndu MacFarlane, en hann sagði meðal annars á Twitter að "versti Family Guy-þátturinn væri betri en þetta", og um opnunaratriðið sagði Hilton: "Ég mun aldrei fá þessar sautján mínútur aftur."Freyr Gígja Gunnarsson (t.v.) og stjörnubloggarinn Perez Hilton.Samsett mynd."Hæfilega fyrir neðan beltisstað" Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson fylgdist með verðlaununum og fannst MacFarlane takast nokkuð vel til. "Mér fannst hann bara mjög góður og ekkert fara yfir strikið þannig séð. Maður bjóst auðvitað við því frá þessum manni, en hann var eiginlega stilltari en ég bjóst við," segir Þórhallur, sem tísti nokkuð reglulega um viðburðinn í gærkvöldi. "Ég hef mjög gaman af húmor sem fer aðeins yfir strikið." Fréttamaðurinn Freyr Gígja Gunnarsson kynnti útsendingu Sjónvarpsins frá verðlaununum og tekur í sama streng og Þórhallur. "Mér fannst hann nokkuð góður. Opnunaratriðið fannst mér flott og vel útfært hjá honum og mér fannst grínið vera svona hæfilega fyrir neðan beltisstað, eins og það á að vera." Að mati Freys, sem segir kynna undanfarinna ára hafa verið einkar bragðdaufa, fór MacFarlane ekki alvarlega yfir strikið. "Ætli ríkir leikarar í Hollywood eigi það ekki bara skilið einu sinni á ári að fá það svolítið óþvegið?"Hér má sjá myndband af opnunaratriði Seth MacFarlane
Tengdar fréttir Sagði Óskarinn vera algera hörmung Skemmtiatriðin á Óskarsverðlaunaafhendingunni í gær vöktu mikla athygli. Í einu þeirra birtist William Shatner, í hlutverki James T. Kirk, þar sem hann segir við Seth MacFarlane aðalkynni hátíðarinnar að Óskarsverðlaunin séu alger hörmung. 25. febrúar 2013 14:34 Óskarsverðlaunin rúlla af stað Á miðnætti hófst útsending frá Dolby-leikhúsinu í Los Angeles, þar sem Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram klukkan 01:30. En fjörið er byrjað á rauða dreglinum. 25. febrúar 2013 00:03 Á hækjum á rauða dreglinum Það vakti mikla athygli þegar Twilight- leikkonan Kristen Stewart mætti á rauða dregilinn fyrir Óskarsverðlaunin í gærkvöldi á hækjum. 25. febrúar 2013 11:30 Daniel Day-Lewis hlaut söguleg Óskarsverðlaun Daniel Day-Lewis skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik karlmanns í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Lincoln Bandaríkjaforseta í samnefndri mynd. 25. febrúar 2013 06:32 Kjólarnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Hér eru þær dömur sem þóttu skara fram úr í klæðaburði á Óskarnum 2013. 25. febrúar 2013 09:30 Óskarsverðlaunin á fimm mínútum Eins og fram hefur komið vann kvikmyndin Argo Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins 2012, en Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram í kvöld. Daniel Day-Lewis var valinn besti aðalleikari fyrir hlutverk sitt í Lincoln og Jennifer Lawrence var valin besta aðalleikona fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Dagskráin var löng og ítarleg en í meðfylgjandi myndskeiði er stiklað á stóru á tæplega fimm mínútum. 25. febrúar 2013 11:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Sagði Óskarinn vera algera hörmung Skemmtiatriðin á Óskarsverðlaunaafhendingunni í gær vöktu mikla athygli. Í einu þeirra birtist William Shatner, í hlutverki James T. Kirk, þar sem hann segir við Seth MacFarlane aðalkynni hátíðarinnar að Óskarsverðlaunin séu alger hörmung. 25. febrúar 2013 14:34
Óskarsverðlaunin rúlla af stað Á miðnætti hófst útsending frá Dolby-leikhúsinu í Los Angeles, þar sem Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram klukkan 01:30. En fjörið er byrjað á rauða dreglinum. 25. febrúar 2013 00:03
Á hækjum á rauða dreglinum Það vakti mikla athygli þegar Twilight- leikkonan Kristen Stewart mætti á rauða dregilinn fyrir Óskarsverðlaunin í gærkvöldi á hækjum. 25. febrúar 2013 11:30
Daniel Day-Lewis hlaut söguleg Óskarsverðlaun Daniel Day-Lewis skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik karlmanns í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Lincoln Bandaríkjaforseta í samnefndri mynd. 25. febrúar 2013 06:32
Kjólarnir á Óskarsverðlaunahátíðinni Hér eru þær dömur sem þóttu skara fram úr í klæðaburði á Óskarnum 2013. 25. febrúar 2013 09:30
Óskarsverðlaunin á fimm mínútum Eins og fram hefur komið vann kvikmyndin Argo Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins 2012, en Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram í kvöld. Daniel Day-Lewis var valinn besti aðalleikari fyrir hlutverk sitt í Lincoln og Jennifer Lawrence var valin besta aðalleikona fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Dagskráin var löng og ítarleg en í meðfylgjandi myndskeiði er stiklað á stóru á tæplega fimm mínútum. 25. febrúar 2013 11:15