Erlent

Óskarsverðlaunin rúlla af stað

Á miðnætti hófst útsending frá Dolby-leikhúsinu í Los Angeles, þar sem Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram klukkan 01:30. En fjörið er byrjað á rauða dreglinum. Aðalkynnir kvöldsins er Seth MacFarlane og níu kvikmyndir keppa til verðlauna um bestu mynd. Þær eru Amour, Argo, Beasts of the Southern Wild, Django Unchained, Les Misérables, Life of Pi, Lincoln, Silver Linings Playbook og Zero Dark Thirty. Vísir verður á Óskars-vaktinni, og getið þið fylgst með á Twitter hér á forsíðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×