Erlent

Ótrúlegt myndband frá hrapi loftbelgsins í Egyptalandi

Ferðamaður í Egyptalandi náði ótrúlegum myndum af því þegar loftbelgur sprakk hátt yfir Dal konunganna í Egyptalandi í vikunni. Nítján manns fórust í slysinu sem átti sér stað skammt frá Lúxor. Belgurinn var í 300 metra hæð þegar eldurinn kom upp.

Tveir komust lífs af, flugmaðurinn og breskur ferðamaður. Þeim tókst að stökkva úr loftbelgnum augnabliki áður en hann skall á jörðinni. Þeir sem fórust voru ferðafólk frá Japan, Kína, Bretlandi og Ungverjalandi. Enn er ekki vitað um orsök sprengingarinnar.

Myndbandið birtist á YouTube í gær en þar má sjá aðdraganda og endanlegt hrap loftbelgsins. Mikil skelfing myndast meðal þeirra sem fylgdust með slysinu.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×