Íslenski boltinn

Viðar Örn að velja á milli þriggja Pepsi-deildar liða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Vilhelm
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson mun spila í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að lið hans hafi fallið úr deildinni í haust. Fótbolti.net segir frá því í dag að Selfoss sé tilbúið að lána framherjann sinn til liðs í Pepsi-deildinni.

Fótbolti.net hefur heimildir fyrir því að Breiðablik, Fylkir og ÍA vilji öll fá leikmanninn að láni en hann mun framlengja samning sinn við Selfoss áður en hann fer á láni. Langlíklegast þykir að Viðar spili með Blikum næsta sumar.

Viðar spilaði vel með Selfoss-liðinu síðasta sumar þar sem hann var með 7 mörk og 4 stoðsendingar í 21 leik en fjögur markanna og allar fjórar stoðsendingar komu í seinni umferðinni þar sem Selfoss náði í 13 af 21 stigi sínu.

Viðar Örn sem er 22 ára framherji er markahæsti leikmaður Selfoss í efstu deild ásamt Jóni Daða Böðvarssyni en þeir hafa báðir skorað tíu mörk. Viðar hefur auk þess skorað 24 mörk fyrir Selfoss í b-deild og 4 mörk fyrir Selfoss í C-deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×