Enski boltinn

Gerrard: Verðum að komast í Meistaradeildina til að halda Suarez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, Luis Suarez og Daniel Sturridge.
Steven Gerrard, Luis Suarez og Daniel Sturridge. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur áhyggjur af því að Úrúgvæmaðurinn Luis Suarez vilji fara frá Liverpool takist liðinu ekki að vinna sær sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Luis Suarez hefur farið á kostum á þessum tímabili og er þegar kominn með sextán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þeir voru báðir á skotskónum í 5-0 sigri á Norwich um síðustu helgi en eftir leikinn er Liverpool í 7. sæti sjö stigum á eftir Tottenham sem situr eins og er í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu.

„Vonandi komust við á skrið til loka tímabilsins og hækkum okkur í töflunni en með því getum við tekið þessa ákvörðun fyrir hann," sagði Steven Gerrard í The Sun.

„Það er bara hann sjálfur sem veit um hans drauma og hans markmið. Luis á skilið að spila í Meistaradeildinni og það getum við öll verið sammála um," sagði Gerrard.

„Ef við útilokum Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þá er enginn betri en hann. Hann er líklega besti leikmaðurinn sem ég hef spilað með og ég hef þó spilað með nokkrum góðum á mínum ferli," sagði Gerrard.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×