„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 19:27 Úr þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Vísir "Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag. Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
"Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag.
Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55