Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. janúar 2013 16:55 Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur Jóelsson Rétt er að taka fram að þessi frétt var skrifuð í upphafi árs 2013 en er enn í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. „Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst,“ segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. Þar vísar hann til Bjarna Matthíasar Sigurðssonar, en í gærkvöldi var þátturinn Mannshvörf á dagskrá Stöðvar 2 og var þar sagt frá hvarfi hans árið 1974. Bjarni fór með dóttur sinni og tengdasyni í berjamó á Snæfellsnesi, og síðan hefur ekkert til hans spurst. Síðasta sumar hugðist Jón, sem er rafvirki á níræðisaldri, skoða Vatnshelli í Purkhólahrauni ásamt vini sínum, en þegar félagana bar að garði var hellirinn lokaður og leiðsögumennirnir farnir heim. „Við fórum niður jarðfall sem liggur að hellismunnanum og náðum að kíkja inn í hellinn í gegnum gler, en þegar vinur minn er á leið upp aftur spyr ég hann hvort ég eigi ekki að smella af einni eða tveimur myndum, fyrst við séum nú komnir,“ segir Jón, en hann smellti mynd af holu í bergvegg við hlið hellisins. Þegar heim var komið hlóð Jón ljósmyndum ferðalagsins inn á tölvu sína af minniskubbi myndavélarinnar, en hún er af gerðinni Canon IXUS 75. „Þegar ég fer að fletta myndunum sé ég þarna mannsmynd og ég hringi í vin minn og spyr hann hver hafi verið þarna með okkur. Hann fullyrti að þarna hefði enginn verið nema við tveir,“ bætir Jón við, en hann segist tæma minniskubb vélarinnar eftir hverja notkun og því geti ekki verið um gamla upptöku að ræða. „Ég þekki engan mann með þessa holningu, og allra síst hef ég tekið mynd af manni sem lítur svona út.“ Jón dregur þó engar ályktanir, þó vissulega hafi honum dottið hvarf Bjarna í hug þegar hann sá myndina. „Ég get ómögulega gert mér grein fyrir því hvort um þennan mann er að ræða. Ég hef alltaf verið vantrúaður á annað líf og þess háttar.“ Sjá má brot úr umfjölluninni um hvarf Bjarna úr þættinum Mannshvörf hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.Klippa: Mannshvörf – Bjarni Matthías Sigurðsson Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 „Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Rétt er að taka fram að þessi frétt var skrifuð í upphafi árs 2013 en er enn í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. „Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst,“ segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. Þar vísar hann til Bjarna Matthíasar Sigurðssonar, en í gærkvöldi var þátturinn Mannshvörf á dagskrá Stöðvar 2 og var þar sagt frá hvarfi hans árið 1974. Bjarni fór með dóttur sinni og tengdasyni í berjamó á Snæfellsnesi, og síðan hefur ekkert til hans spurst. Síðasta sumar hugðist Jón, sem er rafvirki á níræðisaldri, skoða Vatnshelli í Purkhólahrauni ásamt vini sínum, en þegar félagana bar að garði var hellirinn lokaður og leiðsögumennirnir farnir heim. „Við fórum niður jarðfall sem liggur að hellismunnanum og náðum að kíkja inn í hellinn í gegnum gler, en þegar vinur minn er á leið upp aftur spyr ég hann hvort ég eigi ekki að smella af einni eða tveimur myndum, fyrst við séum nú komnir,“ segir Jón, en hann smellti mynd af holu í bergvegg við hlið hellisins. Þegar heim var komið hlóð Jón ljósmyndum ferðalagsins inn á tölvu sína af minniskubbi myndavélarinnar, en hún er af gerðinni Canon IXUS 75. „Þegar ég fer að fletta myndunum sé ég þarna mannsmynd og ég hringi í vin minn og spyr hann hver hafi verið þarna með okkur. Hann fullyrti að þarna hefði enginn verið nema við tveir,“ bætir Jón við, en hann segist tæma minniskubb vélarinnar eftir hverja notkun og því geti ekki verið um gamla upptöku að ræða. „Ég þekki engan mann með þessa holningu, og allra síst hef ég tekið mynd af manni sem lítur svona út.“ Jón dregur þó engar ályktanir, þó vissulega hafi honum dottið hvarf Bjarna í hug þegar hann sá myndina. „Ég get ómögulega gert mér grein fyrir því hvort um þennan mann er að ræða. Ég hef alltaf verið vantrúaður á annað líf og þess háttar.“ Sjá má brot úr umfjölluninni um hvarf Bjarna úr þættinum Mannshvörf hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.Klippa: Mannshvörf – Bjarni Matthías Sigurðsson
Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 „Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28
„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda