„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 19:27 Úr þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Vísir "Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag. Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
"Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag.
Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55