Enski boltinn

Gæti orðið erfitt fyrir Bradford að halda Parkinson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Parkinson.
Phil Parkinson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Phil Parkinson, stjóri Bradford City, er orðinn einn heitasti stjórinn í enska boltanum eftir að hann stýrði C-deildarliðinu mjög óvænt inn í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær.

Bradford sló út enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa 4-3 samanlagt en það dugði Bradford-liðinu að tapa seinni leiknum 1-2 á Villa Park í gærkvöldi. Bradford sló Arsenal út í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum.

Phil Parkinson er 45 ára gamall og hefur verið stjóri Bradford City síðan í lok ágúst 2011. Hann var áður stjóri Charlton Athletic 2008 til 2011 og tók þá við af Alan Pardew.

Mark Lawn, annar stjórnarformaður Bradford City, viðurkennir að það gæti orðið erfitt fyrir Bradford að halda Parkinson.

"Ég er raunsæismaður og samningur Philips rennur út í vor. Við erum samt að tala við hann um að framlengja samninginn. Hann vill vera áfram og vonandi tekst að ganga frá því. Ég er samt ekki vitlaus og veit vel að einhver gæti komið og freistað hans," sagði Mark Lawn við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×