Erlent

Mikil snjókoma lamar athafnalíf í Jerúsalem

Allt athafnalíf liggur meir og minna niðri í Jerúsalem borg í Ísrael eftir mestu snjókomu þar í borg undanfarin 20 ár. Borgin er öll hulin snjó.

Fyrirtækjum og skólum hefur verið lokað en borgarbúar eru almennt ánægðir með að fá óvæntan frídag vegna snjókomunnar.

Fréttamenn í borginni eru einnig glaðir yfir því að geta fjallað um eðlilegan hlut eins og veðrið í stað frétta um stríðsátök og erfiðleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×