Enski boltinn

Liverpool nær sáttum við Hicks og Gillett

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gaf í morgun út yfirlýsingu þess efnis að sátt hefði náðst í deilum félagsins við þá Thomas Hicks og George Gillett, fyrrum eigendur félagsins.

Þeir Hicks og Gillett misstu völd í aðalstjórn félagsins á sínum tíma sem ákvað svo að selja félagið bandaríska eignarhaldsfélaginu Fenway Sports Group.

Þeir Hicks og Gillett voru afar ósáttir við niðurstöðuna og kærðu þá Sir Martin Broughton, Christian Purslow og Ian Ayre fyrir söluna. Þremenningarnir neituðu sök og fór málið fyrir dóm.

En nú hafa aðilar náð sáttum, eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu Liverpool. Ekki er þó tilgreint hvað felist í sáttinni og er tekið fram að félagið muni ekki tjá sig frekar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×