Enski boltinn

Rooney missir af leiknum gegn Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney verður ekki með Manchester United sem mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Rooney skoraði bæði mörkin í sigri United í leik þessara liða á Old Trafford í fyrra. Hann hefur hins vegar verið frá vegna meiðsla að undanförnu eftir að hann meiddist á æfingu.

Alex Ferguson, stjóri United, sagðist vonast til þess að Rooney gæti byrjað að æfa aftur í dag og að hann gæti spilað með United gegn West Ham í bikarnum.

Hann sagði að þeir Nani og Anderson væru báðir leikfærir, sem og Phil Jones þó svo að sá síðastnefndi muni líklega ekki spila.

„Það er líklegra að Phil muni spila á miðvikudaginn en þeir Nani og Anderson hafa báðir verið að æfa að undanförnu. Heilt yfir erum við í ágætum málum hvað meiðsli leikmanna mála en við skulum sjá til hvernig framhaldið verður," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×