Íslenski boltinn

Eiður spilar með ÍBV í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Aron í leik með ÍBV árið 2011.
Eiður Aron í leik með ÍBV árið 2011. Mynd/HAG
Varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er á leið aftur til ÍBV en það kemur fram á vef Eyjafrétta í dag.

Eiður Aron fór frá félaginu árið 2011 þegar hann samdi við Örebro í Svíþjóð. Þar fékk hann hins vegar lítið að spila og er hann því aftur á leið til síns gamla félags.

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, staðfestir þetta við vefinn og segir aðeins eftir að ganga frá smáatriðum. Eiður mun skrifa undir samning við ÍBV nú í hádeginu.

Eiður, sem er 23 ára gamall, mun fylla í skarð Rasmus Christiansen í vörninni en sá síðarnefndi fór frá ÍBV nú í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×