Enski boltinn

Terry spilaði með U-21 liði Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Terry er kominn aftur af stað eftir meiðsli en hann spilaði í 45 mínútur með U-21 liði Chelsea í gær.

Terry spilaði síðast í 1-1 jafntefli gegn Liverpool í byrjun nóvember en virtist koma ágætlega frá leiknum í gær.

Rafael Benitez, stjóri Chelsea, fylgdist með leiknum og hefur gefið í skyn að Terry verði mögulega í hópnum þegar að liðið mætir Stoke á morgun.

„Kannski er það of snemmt og strákarnir hafa þar að auki verið að spila vel. Ég veit að ég þarf að vera þolinmóður og bíða eftir mínu tækifæri. Mér líður vel í hnénu," sagði Terry eftir leikinn í gær.

Hann spilaði þá með 16 ára dönskum leikmanni, Andreas Christensen, í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×