Enski boltinn

Rio lætur gott af sér leiða eftir skilaboð á Twitter

Þó knattspyrnumenn séu oftar en ekki að koma sér í vandræði á Twitter þá kemur örsjaldan fyrir að Twitter-notkun knattspyrnumanna leiði til góðs.

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, var á dögunum í lest á leið frá Mancester til London. Á móti honum í lestinni sat kona sem vinnur fyrir góðgerðarfyrirtæki sem hjálpar fyrst og fremst munaðarlausum börnum.

Hún tísti að hún sæti gegnt Rio í lestinni. Samstarfskona hennar sagði að hún yrði að ræða við Rio. Hún þorði því þannig að samstarfskonan sendi skilaboð á Rio og benti honum á konuna sem sæti á móti honum.

Rio sá skilaboðin, tók þeim vel og færði sig yfir til konunnar. Áttu þau gott spjall og Rio er nú kominn í samband við góðgerðarfyrirtækið og er klár í að leggja þeim lið við hvað sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×