Enski boltinn

Markalaust hjá QPR og Tottenham

Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu tíu mínúturnar í leik QPR og Tottenham sem lauk með markalausu jafntefli.

Tottenham var nær því að skora í leiknum en Julio Cesar, markvörður QPR, átti góðan dag og hélt sínum mönnum á floti. Gestirnir sóttu stíft í seinni hálfleik en gekk illa að skapa sér hættuleg færi.

Cesar varði tvívegis vel frá Jermaine Defoe í leiknum og einu sinni frá Emmanuel Adebayor, sem átti annars erfitt uppdráttar.

Shaun Wright-Phillips komst einnig í ágætt færi fyrir QPR en varnarmaðurinn Michael Dawson stýrði skoti hans framhjá.

QPR komst úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar með jafnteflinu en Tottenham er enn í þriðja sæti deildarinnar, nú með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×