Enski boltinn

Ferguson: Sama þótt sigurinn verði ljótur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það eina sem skiptir máli í leiknum gegn Liverpool í dag sé sigur.

Liverpool er að vísu 21 stigi á eftir toppliði United í stigatöflunni en það er ekki það eina sem skiptir máli í slag þessara fornfrægu erkifjenda.

„Grannaslagir geta verið erfiðir viðureignar. Þannig hefur það alltaf verið," sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Ég væri hæstánægður með að spila illa og vinna samt."

„Á síðasta tímabili spiluðum við mun betur gegn þeim í 8-liða úrslitum bikarsins en töpuðu samt. Maður spurði sig eftir leik hvernig svona lagað gat mögulega gerst."

„En þannig eru grannaslagir. Vonandi spilum við vel og vinnum líka. Miðað við hvernig við höfum verið að undanförnu mætum við með gott hugarfar til leiks. En það er alltaf erfitt að vinna Liverpool."

United hefur unnið sjö af átta síðustu leikjum sínum gegn Liverpool á heimavelli sínum, Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×