Enski boltinn

Begovic: Walters mun koma sterkur til baka eftir þessa martröð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Asmir Begovic, markvörður Stoke City, hefur fulla trúa á því að liðsfélagi hans Jonathan Walters muni koma sterkur til baka eftir martröð helgarinnar þar sem framherjinn skoraði tvö sjálfsmörk og klikkaði á víti í tapleik á móti Chelsea.

„Það hefur enginn áhyggjur af Jon Walters. Hans karakter og persónuleiki mun ekki láta svona hluti hafa áhrif á sig," sagði Asmir Begovic.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum og þessari ótrúlegu óheppni Walters með því að smella hér fyrir ofan.

„Þetta voru nokkur óheppileg atvik en ég get tekið á mig sökina í seinna markinu því ég átti að koma út í boltann. Ég hætti við þegar ég sá hann," sagði Begovic og bætti við:

„Walters mun koma sterkur til baka eftir þessa martröð. Hann er stór og sterkur karakter og ég er viss um að hann skori í bikarleiknum á móti Crystal Palace á morgun," sagði Begovic en liðin mætast þá í endurteknum leik í 64 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Jonathan Walters hefur skorað 5 mörk í rétt mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er sem betur fer ennþá í plús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×