Enski boltinn

Man. City býður Tevez nýjan samning

Það hefur mikið gengið á hjá Carlos Tevez síðan hann gekk í raðir Man. City og í raun ótrúlegt að hann sé enn hjá félaginu. Nú hefur félagið boðið honum nýjan samning.

Tevez á 18 mánuði eftir af núverandi samningi sínum við félagið og City hefur boðið honum nýjan samning sem gildir til ársins 2016.

Tevez var lítið með á síðustu leiktíð eftir að hann stakk af til Argentínu. Sættir náðust þó að lokum á milli hans og félagsins.

"Ég mun hugsa um þetta nýja tilboð. Þetta ár er ekki það sama og í fyrra er ég vildi rifta samningi mínum við félagið. Nú er ég hamingjusamur og það er farið vel með mig. Ég spila stundum og stundum hvíli ég. Það er í góðu lagi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×