Enski boltinn

City og Liverpool á sigurbraut | Úrslit dagsins

Silva fagnar marki í dag. Hann fór á kostum gegn Fulham.
Silva fagnar marki í dag. Hann fór á kostum gegn Fulham.
Man. City minnkaði forskot Man. Utd á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig í dag og Liverpool var í miklu stuði gegn Norwich.

David Silva var allt í öllu hjá City sem vann 2-0 sigur á Fulham. Hann fékk heiðursskiptingu undir lokin og var mikið klappað fyrir honum. Þetta var sjötti sigur City í síðustu sjö leikjum.

Leikmenn Liverpool léku á alls oddi gegn Norwich og skoruðu fimm mörk. Fínn leikur hjá Liverpool sem er að rétta úr kútnum.

Frakkinn Loic Remy, sem QPR stal af Newcastle, var ekki lengi að stimpla sig inn í enska boltann því hann skoraði eftir aðeins 14 mínútur í fyrsta leik. Hann skoraði með sínu fyrsta skoti í deildinni.

Michael Owen skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Stoke. Þetta var 150. mark Owen í deildinni en hann er aðeins áttundi leikmaðurinn í sögunni sem nær þeim árangri.

Úrslit:

Liverpool-Norwich  5-0

1-0 Jordan Henderson (26.), 2-0 Luis Suarez (35.), 3-0 Daniel Sturridge (59.), 4-0 Steven Gerrard (67.), 5-0 Ryan Bennett, sjm (73.)

Man. City-Fulham  2-0

1-0 David Silva (2.), 2-0 David Silva (69.)

Newcastle-Reading  1-2

1-0 Yohan Cabaye (34.), 1-1 Adam le Fondre (70.), 1-2 Adam le Fondre (76.)

Swansea-Stoke  3-1

1-0 Ben Davies (49.), 2-0 Jonathan de Guzman (57.), 3-0 Jonathan de Guzman (80.), 3-1 Michael Owen (90.+1)

West Ham-QPR  1-1

0-1 Loic Remy (14.), 1-1 Joe Cole (67.)

Wigan-Sunderland  2-3

1-0 David Vaughan, sjm (5.), 1-1 Craig Gardner, víti (17.), 1-2 Steven Fletcher (19.), 1-3 Steven Fletcher (42.), 2-3 Angelo Henriquez (78.)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×